Úrdráttur úr afkomutilkynningu frá Eimskip vegna þriðja ársfjórðungs 2016

17. janúar 2016 | Fréttir

ÁFRAMHALDANDI GÓÐUR ÁRANGUR Í REKSTRIRekstrarhagnaður Eimskips fyrir afskriftir EBITDA á fyrstu níu mánuðum ársins er 53 milljarðar króna. Sterkur rekstur og góð magnaukning í flutningum einkenna árið en magn jókst um 8 í áætlunarsiglingum félagsins.Fyrirtækjakaup hafa einkennt árið og m.a. festi félagið kaup á tveimur félögum á fjórða ársfjórðungi. Annars vegar fjárfesti Eimskip í hollenska fyrirtækinu EXTRACO sem sérhæfir sig í þjónustu við innflutningsfyrirtæki á frysti og kælivörumarkaðnum í Hollandi. Velta Extraco nemur um 25 milljörðum króna. Einnig undirritaði Eimskip samninga um kaup á norska flutningafélaginu NOR LINES. Nor Lines er flutningafélag í sambærilegum rekstri og Eimskip og hjá því starfa um 200 manns. Félagið hefur yfir að ráða sjö skipum og 450 vörubifreiðumásamt því að hafa aðgang að 60 afgreiðslustöðum við norsku strandlengjunaþar af 14 í eigin rekstri. Ársvelta Nor Lines er um 135 milljarðar króna. Á komandi mánuðum er stefnt að því að endurskipuleggja rekstur Nor Lines. Bæði þessi félög falla vel að rekstri Eimskips og eru þessar fjárfestingar í takt við fjárfestingarstefnu félagsins.Eimskip skrifaði undir viljayfirlýsingu um samstarf við grænlenska skipafélagið ROYAL ARCTIC LINE í maí á þessu ári. Nú er unnið að því að móta og meta möguleika samstarfsins og má búast við niðurstöðu þeirrar vinnu fyrir áramót.Meðal annarrabreytinga má nefna að félagið tilkynnti að það muni ekki lengur sigla til Hamborgar í Þýskalandi heldur þess í stað sigla framvegis til Bremerhaven sem er vagga sjávarútvegs í Þýskalandi.Gylfi Sigfússonforstjóri Eimskipafélags ÍslandsEimskip heldur áfram að skila góðum árangri og þetta er besti þriðji ársfjórðungur í rekstri félagsins frá árinu 2009 hvað varðar rekstrartekjurEBITDAEBIT og hagnað.Það er líka ánægjulegt að Eimskip hefur styrkt stöðu sína í alþjóðlegri flutningsmiðlun með kaupum á flutningsmiðlunarfyrirtækinu Extraco í Rotterdam og félagið skrifaði jafnframt undir samkomulag um kaup á fyrirtækinu Nor Lines í Noregi. Bæði þessi félög falla vel að rekstri og stefnu Eimskips.Eimskip og grænlenska skipafélagið Royal Arctic Line undirrituðu í maí viljayfirlýsingu um að móta og meta möguleika á samstarfi um smíði á þremur gámaskipum og um að deila afkastagetu þeirra. Með mögulegu samstarfi mun Grænland tengjast alþjóðlegum siglingakerfum. Vinnan hefur gengið vel á undanförnum vikum og mánuðum og markmiðið er að niðurstaða um samstarfið liggi fyrir í desember.Hér má nálgast fréttatilkynninguna í heild sinnihttpsnewsclient.omxgroup.comcdsPublicviewDisclosure.actiondisclosureId746487langisHér má horfa á beina útsendingu frá fjárfestafundi félagsins á Facebook síðu þess. Útsendingin hefst kl 830föstudaginn 18. nóvemberhttpswww.facebook.comwww.eimskip.is