Við flytjum!

08. júní 2020 | Fréttir
Við flytjum!

Eimskip hefur flutt höfuðstöðvar sínar og starfsemi dótturfélagsins TVG-Zimsen í skrifstofurými Vöruhótels félagins við Sundahöfn. Félagið var áður með þessa starfsemi hinum megin við götuna í Korngörðum 2. Töluverð hagkvæmni fylgir flutningunum en skrifstofufermetrum fækkar um 3.200m2.

Eimskip stígur með þessu stór skref í átt að nútímalegra vinnuumhverfi en félagið hefur verið á stafrænni vegferð síðustu misseri sem styður við þessar breytingar. Skrifstofurými sem áður var í Vöruhótelinu hefur verið endurbætt og býður uppá mikinn sveigjanleika en starfsfólk mun geta valið sér vinnuaðstöðu sem hentar þeirra verkefnum hverju sinni.

Nú sameinast höfuðstöðvareiningar félagsins á einum stað sem styttir boðleiðir og þar með snerpu í þjónustu við viðskiptavini.