Er þinn rétt stilltur?
Eimskip, í samstarfi við Kiwanishreyfinguna á Íslandi, afhendir hjálma til allra barna í 1. bekk á Íslandi. Samstarf Kiwanis og Eimskips hefur staðið yfir frá árinu 2004 og hafa verið afhentir yfir 80.000 hjálmar á þeim tíma.
Ein af megináherslum Eimskips er að stuðla að öryggi og forvörnum, hvort sem er í leik eða starfi. Hjálmaverkefnið eitt af þeim verkefnum þar sem Eimskip kemur góðu til leiðar með því að stuðla að öryggi barna í umferðinni.
Allir foreldrar og forráðamenn skulu lesa og fara eftir leiðbeiningunum hér að neðan áður en hjálmurinn er notaður:
Munið að fara reglulega yfir stillingu hjálmsins.
Hlífðarhjálmurinn getur dregið úr hættu á meiðslum ef hann er notaður rétt en enginn hlífðarhjálmur getur tryggt fulla vörn gegn öllum meiðslum. Hjálminn skal ekki nota á meðan börnin eru að klifra eða við aðra iðju þar sem hætta er á hengingu/kyrkingu ef barnið festist með hjálm.
Oddhvassir hlutir geta auðveldlega gatað og skemmt hjálminn. Dregið getur verulega úr öryggi og virkni hans eftir snertingu við sterk og tærandi efni eins og lím, lakk, málningu, þynni og hreinsilög.
Hlífðarhjálmi sem hefur orðið fyrir höggi eða skemmst skal fargað. Bannað er að breyta hjálminum. Hætta fylgir því að breyta honum eða fjarlægja upprunalega hluti, aðra en framleiðandi mælir með.