Pössum að stilla hjálminn rétt
Barnið þitt hefur fengið mikilvægan öryggisbúnað að gjöf frá Eimskipafélagi Íslands og Kiwanishreyfingunni. Til að gjöfin nýtist sem best og skili tilætluðum árangri er mikilvægt að barnið noti hjálminn alltaf þegar það hjólar, leikur sér á línuskautum, hlaupahjóli eða hjólabretti. Hjálminn má ekki nota í öðrum tilgangi og alls ekki má nota hann af börnum í klifri eða við aðra iðju þar sem hætta er á hengingu eða að höfuðið festist.
Allir foreldrar og forráðamenn skulu lesa og fara eftir leiðbeiningunum hér að neðan áður en hjálmurinn er notaður:
Munið að fara reglulega yfir stillingu hjálmsins.
Hlífðarhjálmurinn getur dregið úr hættu á meiðslum ef hann er notaður rétt en enginn hlífðarhjálmur getur tryggt fulla vörn gegn öllum meiðslum.
Oddhvassir hlutir geta auðveldlega gatað og skemmt hjálminn. Dregið getur verulega úr öryggi og virkni hans eftir snertingu við sterk og tærandi efni eins og lím, lakk, málningu, þynni og hreinsilög.
Hlífðarhjálmi sem hefur orðið fyrir höggi eða skemmst skal fargað. Bannað er að breyta hjálminum. Hætta fylgir því að breyta honum eða fjarlægja upprunalega hluti, aðra en framleiðandi mælir með.