Fara á efnissvæði

Sendingar frá innlendum netverslunum

Eimskip sér um dreifingu fyrir ýmsar innlendar netverslanir. Þú ættir að fá allar upplýsingar um þína sendingu sendar með SMS. Hægt er að hafa samband við okkur á netspjallinu undir „pakkaþjónusta“ en einnig í síma 525-7700 eða í tölvupósti innanlands@eimskip.is

Sendingar frá erlendum netverslunum

Við sjáum um móttöku og dreifingu á vörum fyrir fjölmargrar erlendar netverslanir.

Við sendum þér tilkynningu þegar pakkinn þinn er tilbúinn til tollafgreiðslu og þar velur þú afhendingarleið í gegnum Pei greiðsluhlekk.

HEIMAKSTUR Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU

Heimakstur pakka á höfuðborgarsvæðinu fer fram milli kl. 16 og 22 alla virka daga.

Greiða þarf í gegnum Pei greiðsluhlekk og ef öll gjöld eru greidd fyrir kl. 14 eru pakkar keyrðir út samdægurs. Ef greitt er eftir kl. 14 fara pakkar í útkeyrslu daginn eftir.

Ekki er hægt að biðja um afhendingu pakka á ákveðnum tíma dags vegna þess fjölda sendinga sem akstursdeildin okkar keyrir út á hverjum degi. Hins vegar er hægt að óska eftir heimkeyrslu á ákveðnum degi ef úthlutaður dagur hentar illa.

AFHENDING Á LANDSBYGGÐINNI

Eftir að öll gjöld hafa verið greidd í gegnum Pei greiðsluhlekk fara sendingar til afhendingar á landsbyggðinni næsta virka dag.

Viðskiptavinir á landsbyggðinni geta sótt sínar sendingar á fjölmörgum afhendingarstöðum um allt land. Viðskiptavinir fá senda tilkynningu þegar pakkinn er kominn á áfangastað.